Eru yfirmenn RÚV og þingmenn heimskir eða óheiðarlegir? Þorkell Máni Pétursson skrifar 2. nóvember 2012 16:57 Það er aðdáunarvert að lesa pistla frá yfirmönnum RÚV þessa daganna. Þeir eru uppfullir af tilhæfislausu þvaðri og kvörtunum um nýtt fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Málefnaskortur þessara manna er sorglegur. Á einhvern óskiljanlegan hátt snýst hann aldrei um það hvernig þessir háu herrar gætu sinnt starfi sínu betur heldur aðallega um einhvern Jón Ásgeir Jóhannesson.Á Íslandi er vinsælt að stunda lýðskrum og blekkingar virðast vera heitasta tískuvaran. Pistlar yfirmanna RÚV eru lýðskrum að því tagi að ef þingmaður á Íslandi hefði skrifað þá myndi hann geyma pistlana stoltur í úrklippubók.Allt tal um það að ríkið afhendi 365 Miðlum um 400 milljónir í auglýsingatímum er t.d. helber lygi. Ef herrarnir á RÚV hefðu gefið sér tíma til að lesa frumvarpið þá kemur þar ekki fram orð um að auglýsingatekjur RÚV verði skertar. Þar kemur hinsvegar fram og stendur vissulega til að leyfileg hámarkslengd auglýsingatíma fari úr 12 mínútum niður í 8 mínútur að hámarki.Þetta væri hugsanlega vandamál ef RÚV hefði verið að selja auglýsingar í 12 mínútur á klukkutíma. En það hafa þeir ekki gert. Hagfræðingurinn Friðrik Friðriksson hefur bent á í rituðum greinum fyrr á þessu ári að auglýsingasala RÚV hefur verið að meðaltali 3,7 mínútur á klukkutíma og 5,2 mínútur á álagstímum.Einnig hlýtur að teljast einstakt að yfirmenn ríkisstofnunnar, sem er virk á samkeppnismarkaði, hafi markaðsstjóra sem virðist aldrei hafa heyrt talað um hugtökin framboð og eftirspurn sem þó eru kennd í flestum hagfræðiáföngum framhaldsskólanna.Það virkar þannig Hr. Markaðsstjóri, að ef eftirspurnin er meiri en framboðið þá hækkar verðið. Það var einmitt það sem gerðist þegar að Fínn Miðill, fyrstur ljósvakamiðla á Íslandi, takmarkaði framboð á auglýsingatímum í dagskrá sinni fyrir um það bil 15 árum síðan.Allar tölur og umræða RÚV um skerta þjónustu og tap vegna auglýsingaákvæða eru því hrein og klár lygi. Ef eitthvað er þá er RÚV að græða meira en áður enda náðu þeir að telja misvitrum þingmönnum trú á því að RÚV þyrfti óskert útvarpsgjald. Það er tímaskekkja að RÚV sé á auglýsingamarkaði og það er ekki boðlegt að yfirmenn þess ráðist að frjálsum fjölmiðlum í tíma og ótíma.Núverandi fyrirkomulag er ekki bara ósiðlegt heldur er það líka ólögmætt samvkæmt eftirlitsstofnun EFTA. Þingmönnum sem og yfirmönnum RÚV virðist vera skítsama og halda áfram eilífum árásum á frjálsa fjölmiðla. Sverðið í þeirri baráttu er yfirleitt maður sem heitir Jón Ásgeir Jóhannesson.Þessum ríkisstarfsmönnum virðist einmitt fyrirmunað að sjá það óréttlæti sem í því felst að RÚV sé á auglýsingamarkaði. Það snýst ekki um eigendur hinna frjálsu miðla. Það snýst um starfsmanninn á símanum hjá Skjánum, það snýst um blaðamanninn hjá DV, sölumanninn hjá Morgunblaðinu, mig, Sveppa Krull og Stínu sminku. Þetta snýst um fjölskyldur okkar sem þurfum ekki bara að líða það að þurfa að greiða samkeppnisaðilum okkar fleiri tugi milljóna í útvarpsgjöld heldur líka að sitja undir áróðri auglýsingamanna, árásum yfirmanna RÚV og tillitslausum þingheimi sem kærir sig kollóttan.Það er sorglegt til þess að hugsa að líklega fái ég ekki að upplifa þann siðferðisþroska að RÚV fari út af auglýsingamarkaði fyrr enn Sjálfstæðisflokkurinn verður kominn í ríkisstjórn og fyrirtæki eins og DV og 365 verða komin í hendurnar á flokksbundum Sjálfstæðismönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það er aðdáunarvert að lesa pistla frá yfirmönnum RÚV þessa daganna. Þeir eru uppfullir af tilhæfislausu þvaðri og kvörtunum um nýtt fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Málefnaskortur þessara manna er sorglegur. Á einhvern óskiljanlegan hátt snýst hann aldrei um það hvernig þessir háu herrar gætu sinnt starfi sínu betur heldur aðallega um einhvern Jón Ásgeir Jóhannesson.Á Íslandi er vinsælt að stunda lýðskrum og blekkingar virðast vera heitasta tískuvaran. Pistlar yfirmanna RÚV eru lýðskrum að því tagi að ef þingmaður á Íslandi hefði skrifað þá myndi hann geyma pistlana stoltur í úrklippubók.Allt tal um það að ríkið afhendi 365 Miðlum um 400 milljónir í auglýsingatímum er t.d. helber lygi. Ef herrarnir á RÚV hefðu gefið sér tíma til að lesa frumvarpið þá kemur þar ekki fram orð um að auglýsingatekjur RÚV verði skertar. Þar kemur hinsvegar fram og stendur vissulega til að leyfileg hámarkslengd auglýsingatíma fari úr 12 mínútum niður í 8 mínútur að hámarki.Þetta væri hugsanlega vandamál ef RÚV hefði verið að selja auglýsingar í 12 mínútur á klukkutíma. En það hafa þeir ekki gert. Hagfræðingurinn Friðrik Friðriksson hefur bent á í rituðum greinum fyrr á þessu ári að auglýsingasala RÚV hefur verið að meðaltali 3,7 mínútur á klukkutíma og 5,2 mínútur á álagstímum.Einnig hlýtur að teljast einstakt að yfirmenn ríkisstofnunnar, sem er virk á samkeppnismarkaði, hafi markaðsstjóra sem virðist aldrei hafa heyrt talað um hugtökin framboð og eftirspurn sem þó eru kennd í flestum hagfræðiáföngum framhaldsskólanna.Það virkar þannig Hr. Markaðsstjóri, að ef eftirspurnin er meiri en framboðið þá hækkar verðið. Það var einmitt það sem gerðist þegar að Fínn Miðill, fyrstur ljósvakamiðla á Íslandi, takmarkaði framboð á auglýsingatímum í dagskrá sinni fyrir um það bil 15 árum síðan.Allar tölur og umræða RÚV um skerta þjónustu og tap vegna auglýsingaákvæða eru því hrein og klár lygi. Ef eitthvað er þá er RÚV að græða meira en áður enda náðu þeir að telja misvitrum þingmönnum trú á því að RÚV þyrfti óskert útvarpsgjald. Það er tímaskekkja að RÚV sé á auglýsingamarkaði og það er ekki boðlegt að yfirmenn þess ráðist að frjálsum fjölmiðlum í tíma og ótíma.Núverandi fyrirkomulag er ekki bara ósiðlegt heldur er það líka ólögmætt samvkæmt eftirlitsstofnun EFTA. Þingmönnum sem og yfirmönnum RÚV virðist vera skítsama og halda áfram eilífum árásum á frjálsa fjölmiðla. Sverðið í þeirri baráttu er yfirleitt maður sem heitir Jón Ásgeir Jóhannesson.Þessum ríkisstarfsmönnum virðist einmitt fyrirmunað að sjá það óréttlæti sem í því felst að RÚV sé á auglýsingamarkaði. Það snýst ekki um eigendur hinna frjálsu miðla. Það snýst um starfsmanninn á símanum hjá Skjánum, það snýst um blaðamanninn hjá DV, sölumanninn hjá Morgunblaðinu, mig, Sveppa Krull og Stínu sminku. Þetta snýst um fjölskyldur okkar sem þurfum ekki bara að líða það að þurfa að greiða samkeppnisaðilum okkar fleiri tugi milljóna í útvarpsgjöld heldur líka að sitja undir áróðri auglýsingamanna, árásum yfirmanna RÚV og tillitslausum þingheimi sem kærir sig kollóttan.Það er sorglegt til þess að hugsa að líklega fái ég ekki að upplifa þann siðferðisþroska að RÚV fari út af auglýsingamarkaði fyrr enn Sjálfstæðisflokkurinn verður kominn í ríkisstjórn og fyrirtæki eins og DV og 365 verða komin í hendurnar á flokksbundum Sjálfstæðismönnum.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun