Viðskipti innlent

10 þúsund tonn af rækju á land

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rækjuvinnsla fyrir vestan.
Rækjuvinnsla fyrir vestan.
Alls hafa veiðst 10 þúsund tonn af rækju frá áramótum. Þrátt fyrir að tveir mánuðir séu eftir af árinu þá er aflinn samt orðinn um 1700 tonnum meiri í ár enn árið 2011. Á vefnum Aflafréttir kemur fram að 40 bátar og skip hafi komið með þennan afla að landi, en árið 2011 þá voru bátarnir 32 talsins.

Aflahæstur rækjuskipanna er frystitogarinn Brimnes RE sem er kominn með 870 tonn. Gunnbjörn ÍS er hæstur ísrækjubátanna með 860 tonn og er hann á góðri leið með að verða aflahæstur alla rækjubáta á landinu.

Veiðar í Arnarfirðinum eru hafnar og er hæstur bátanna þar Brynjar BA sem er kominn með 111 tonn. Brynjar BA er eini plastbáturinn sem stundar rækjuveiðar hérna við landið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×