Handbolti

Füchse Berlin datt út úr þýska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin duttu í kvöld úr leik í þýska bikarnum eftir fjögurra marka tap á útivelli, 28-32, á móti TuS N-Lübbecke í 32 liða úrslitum.

TuS N-Lübbecke var 18-12 yfir í hálfleik og komst mest níu mörkum yfir, 24-15, þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Sigurinn var því mjög öruggur.

Iker Romero Fernandez var markahæstur hjá Füchse með sex mörk en Dennis Wilke skoraði átta mörk fyrir TuS N-Lübbecke.

TuS N-Lübbecke er í 8. sæti þýsku deildarinnar, sex sætum og sex stigum á eftir Füchse Berlin.

Füchse Berlin hafði komist í átta liða úrslitin undanfarin tvö tímabil og í bæði skiptin dottið út fyrir Kiel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×