Innlent

Matvælastofnun vill sýni frá öllum kúabúum landsins

Matvælastofnun, í samvinnu við Landssamband kúabænda, ætlar að kalla eftir sýnum frá öllum kúabúum í landinu vegna smitandi barkabólgu í kúm, sem greindist á Egilsstaðabúinu nýverið.

Sýni hafa að jafnaði verið tekin af 80 kúabúum á ári undanfarin ár, en þau hafa öll reynst neikvæð þar til nú.

Jafnframt ætlar Matvælastofnun að taka frekari sýni á Egilsstaðabúinu til að rannsaka nánar eðli sýkingarinnar. Þar hefur þegar verið gripið til aukinna sóttvarna, og bann lagt á sölu lífdýra þaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×