Innlent

Fíkniefnasmyglarar í þriggja ára fangelsi

BL og JHH skrifar
Fíkniefnahundur að störfum.
Fíkniefnahundur að störfum.
Þrír pólskir karlmenn voru í morgun dæmdir í þriggja ára fangelsi hver fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl í apríl á þessu ári. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa smyglað inn 8,5 kílóum af amfetamíni í sjampóbrúsum.

Tveir þeirra voru stöðvaðir við komuna til landsins í Leifsstöð en sá þriðji var stöðvaður í bíl þegar hann var kominn til Reykjavíkur. Það var fíkniefnafundurinn Nelson sem fann fíkniefnin.

Mennirnir komu allir með flugi frá Varsjá í Póllandi. Þeir sátu þó á víð og dreif um vélina, og sögðu fyrir dómara, að þeir hefðu ekki vitað af veru hvors annars. Þeir neituðu við aðalmeðferð málsins að hafa skipulagt smyglið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×