Innlent

Vill bæta rétttarstöðu transfólks

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir.
Eygló Þóra Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp sem myndi tryggja réttarstöðu transfólks þannig að refsivert verði fyrir aðila í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi að neita manneskju um vöru eða þjónustu vegna kynvitundar hennar.

Þá vill Eygló að sama skapið að það verði gert refsivert að ráðast opinberlega með háði, smánun, ógnun eða á annan hátt á manneskju vegna kynvitundar hennar. Með samþykkt frumvarpsins yrði vernd transfólks gegn mismunun sambærileg og nú er vegna mismunar á grundvelli þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða og kynhneigðar.

Meðflutningsmenn Eyglóar eru Margrét Tryggvadóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Mörður Árnason, Guðmundur Steingrímsson og Álfheiður Ingadóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×