Innlent

Sprengjur úr seinni heimstyrjöldinni fundust í Bryggjuhverfinu

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Tvær sprengjukúlur fundust á svæði Björgunar í Bryggjuhverfinu í Reykjavík um klukkan hálf ellefu í morgun. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til og reyndust þetta vera sjötíu og fimm millimetra kúlur og um fjörutíu cm að lengd.

Kúlurnar voru fjarlægðar af svæðinu. Talið er að þær hafi komið upp með sanddæluskipinu Sóley í morgun sem losaði sig við efni við Viðey.

Mikil hætta getur skapast af svona kúlum jafnvel þó þær hafi legið í sjó í mörg ár, að sögn Landhelgisgæslunnar, en líklegt er að kúlurnar séu úr síðari heimsstyrjöldinni.

Kúlunum var eytt eftir hádegi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×