Innlent

Jón Gnarr er sorgmæddur yfir skýrslu Orkuveitunnar

„Viðbrögðin, ég er svolitið sorgmæddur, en ég vona að framtíð Orkuveitunnar verði bjartari en fortíðin," sagði Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, í viðtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum vegna sannleiksskýrslu um Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem meðal annars kemur fram að stjórnendur ráku fyrirtækið nánast eins og einkafyrirtæki.

Borgarstjórinn segir skýrsluna ekki hafa komið sér á óvart.

Aðspurður út í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í Orkuveitunni, svarar Jón því til að þær hafi bæði verið nauðsynlegar og „löngu, löngu, tímabærar," eins og hann orðaði það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×