Innlent

Heitir fundarlaunum fyrir týnt hlaupahjól

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Átta ára drengur skilur ekki af hverju hlaupahjólinu hans var stolið í gær. Hann hefur hengt upp auglýsingu og býður fimm hundruð krónur af sparifé sínu í fundarlaun.

Breka Einarssyni brá heldur betur í brún þegar hann ætlaði að fara að nota hlaupahjólið sitt í gær og en þá var búið að stela hjólinu.

„Svo bara fór ég að teikna auglýsingu og hún hengur hérna uppi á vegg," segir Breki.

Og hefurðu fengið einhver viðbrögð?

„Neeeeeei," segir Breki.

Á auglýsinguna teiknaði Breki mynd af hjólinu sem er með þremur dekkjum og rauðu stýri þá býður hann hverjum sem finnur hjólið og skilar því fimm hundruð krónur úr sparibauknum sínum í fundarlaun.

Hvað er svona sérstakt við þetta hjól?

„Mér finnst það bara gott og það er gott að halda jafnvægi á því. Svo var þetta afmælisgjöf frá bestu frænku minni," segir Breki.

Hann segist ekki skilja hver myndi vilja stela hjólinu hans.

„Honum myndi líða miklu betur ef hann myndi skila því," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×