Innlent

Stórútkall hjá slökkviliðinu að Prikinu í nótt

Bílar og mannskapur frá öllum stöðvum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru send af stað þegar boð kom um eld í veitingastaðnum Prikinu í miðborginni um klukkan fjögur í nótt, en Prikið er í gömlu timburhúsi.

Þegar fyrstu menn komu á staðinn, sem var mannlaus, kom í ljós að hiti og reykur frá samlokugrilli hafði kveikt á eldvarnakerfi hússins og var liðinu þá snúið við á miðri leið.

Grillið var tekið úr sambandi og staðurin loftaður út. Að sögn slökkviliðsins hefði allt eins kviknað í út frá grillinu, ef kerfið hefði ekki varað við í tæka tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×