Innlent

Miðstjórn ASÍ vill ekki að félagsmenn kjósi forseta samtakanna

Miðstjórn ASÍ leggst alfarið gegn því að hinn almenni félagsmaður fái að kjósa sér forseta samtakanna, og vill að það verði áfram í höndum fulltrúa á þingum ASÍ.

Þetta kemur fram í umsögn miðstjórnarinnar um tillögu sem Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness ætlar að leggja fram á næsta þingi samtakanna, sem haldið verður í næstu viku.

Vilhjálmur segir í viðtali við Skessuhorn að þessi afstaða sýni að þeir sem stjórni verkalýðshreyfingunni vilji alls ekki gefa hinum almenna félagsmanni færi á að velja sér forseta eftir eigin höfði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×