"Snýst um að efla stjórnsýsluna og þjóna íbúum betur" 11. október 2012 11:34 Kópavogur „Ég held að við Kópavogsbúar munum áfram vera stoltir Kópavogsbúar, og ég geri fastlega ráð fyrir því að Hafnfirðingar, Garðbæingar og Álftnesingar verði áfram stoltir af sínum byggðarlögum," segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi. Hann lagði í morgun fram tillögu í bæjarráði Kópavogs, ásamt Ómari Stefánssyni frá Framsókn, þess efnis að sameina skyldi Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes í eitt sveitarfélag. Það sveitarfélag myndi fá nafnið Heiðmörk. Tillagan gerir ráð fyrir að stofnuð verði viðræðunefnd allra sveitarfélaganna og skili greinargerði í mars árið 2013. Næstu skref í málinu er að boða fulltrúa frá hinum bæjunum á fund og bera tillöguna undir þá. „Þetta snýst samt ekki um stoltið fyrir hönd bæjarfélagsins heldur um það að sameinast um þau mál sem að þessi sveitarfélög eru sterk í og stjórnsýsluna, efla hana og þannig þjóna íbúum á svæðinu betur," segir Ólafur. Um 70 þúsund manns myndu búa í sveitarfélaginu og segir Ólafur Þór að eitt sterkt sveitarfélag myndi efla lýðræðið. „Nú er það komið inn í lög að fjöldamörk á til dæmis það hversu margir íbúar eiga að vera á bakvið kjörinn fulltrúa og svo framvegis. Þannig þetta yrði sveitarfélag þar sem lýðræðislegur vettvangur yrði miklu stærri en núna, það mætti gera ráð fyrir því að ein sveitarstjórn, með kannski á bilinu 20 til 30 fulltrúa, yrði fyrir allt svæðið. Það gæfi þá minni hópum, minni framboðum, að komast að með minni prósentu atkvæða - og það myndi efla lýðræðið," segir hann. En afhverju nafnið Heiðmörk? „Þau eiga öll land að Heiðmörk, það er í raunini sameiningartákn, stærsta útivistarsvæði allra sveitarfélaganna. Gæti verið jákvæður vinkill á að þau gætu sameinast um það að þetta svæði væri svo mikilvægt, bæði í náttúrulegu og umhverfislegu tilliti, að sveitarfélagið ætti að taka nafn sitt af því." Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
„Ég held að við Kópavogsbúar munum áfram vera stoltir Kópavogsbúar, og ég geri fastlega ráð fyrir því að Hafnfirðingar, Garðbæingar og Álftnesingar verði áfram stoltir af sínum byggðarlögum," segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi. Hann lagði í morgun fram tillögu í bæjarráði Kópavogs, ásamt Ómari Stefánssyni frá Framsókn, þess efnis að sameina skyldi Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes í eitt sveitarfélag. Það sveitarfélag myndi fá nafnið Heiðmörk. Tillagan gerir ráð fyrir að stofnuð verði viðræðunefnd allra sveitarfélaganna og skili greinargerði í mars árið 2013. Næstu skref í málinu er að boða fulltrúa frá hinum bæjunum á fund og bera tillöguna undir þá. „Þetta snýst samt ekki um stoltið fyrir hönd bæjarfélagsins heldur um það að sameinast um þau mál sem að þessi sveitarfélög eru sterk í og stjórnsýsluna, efla hana og þannig þjóna íbúum á svæðinu betur," segir Ólafur. Um 70 þúsund manns myndu búa í sveitarfélaginu og segir Ólafur Þór að eitt sterkt sveitarfélag myndi efla lýðræðið. „Nú er það komið inn í lög að fjöldamörk á til dæmis það hversu margir íbúar eiga að vera á bakvið kjörinn fulltrúa og svo framvegis. Þannig þetta yrði sveitarfélag þar sem lýðræðislegur vettvangur yrði miklu stærri en núna, það mætti gera ráð fyrir því að ein sveitarstjórn, með kannski á bilinu 20 til 30 fulltrúa, yrði fyrir allt svæðið. Það gæfi þá minni hópum, minni framboðum, að komast að með minni prósentu atkvæða - og það myndi efla lýðræðið," segir hann. En afhverju nafnið Heiðmörk? „Þau eiga öll land að Heiðmörk, það er í raunini sameiningartákn, stærsta útivistarsvæði allra sveitarfélaganna. Gæti verið jákvæður vinkill á að þau gætu sameinast um það að þetta svæði væri svo mikilvægt, bæði í náttúrulegu og umhverfislegu tilliti, að sveitarfélagið ætti að taka nafn sitt af því."
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira