Innlent

Lýður og Bjarnfreður neituðu báðir sök

Lýður Guðmundsson fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Lýður Guðmundsson fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mynd/ Vilhelm.
Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, og Bjarnfreður Ólafsson lögmaður neituðu báðir sök þegar ákæra sérstaks saksóknara gegn þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Sérstakur saksóknari ákærði þá báða fyrir stórfellt brot gegn hlutafélagalögum, en þess er að auki krafist að Bjarnfreður verði sviptur lögmannsréttindum. Bjarnfreður er meðeigandi í lögmannstofunni Logos.

Lýði er gefið að sök stórfellt brot á hlutafélagalögum með því að greiða Exista einungis einn milljarð króna fyrir nýtt fimmtíu milljarða króna hlutafé í félaginu í desember árið 2008. Milljarðurinn kom í raun frá Lýsingu hf., sem var félag í eigu Exista, í formi láns en samkvæmt ákæru rann upphæðin aldrei inn í rekstur Exista.



Þess er krafist að Bjarnfreður Ólafsson verði sviptur lögmannsréttindum. mynd/ Vilhelm.
Þeim er svo báðum gefið að sök að hafa skýrt vísvitandi rangt og villandi frá hækkun á hlutafé Exista með því að Bjarnfreður sendi þann 8. desember 2008 að undirlagi ákærða Lýðs, tilkynningu til hlutafélagaskrár þar sem ranglega kom fram að hækkun á hlutafé Exista að nafnverði 50 milljarða króna hefði að fullu verið greidd til félagsins þótt einungis hefði verið greitt fyrir hlutaféð eða eins milljarða hluta í Kvakki að verðmæti eins milljarðs króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×