Innlent

"Við höfum misst fókusinn“

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Árni sækist nú eftir stöðu formanns í Samfylkingunni en hann ræddi við Sigurjón M. Egilsson um landspólitíkina, aðildarviðræður við ESB og framtíðarsýn Samfylkingarinnar.

Árni sagði að það vera augljóst að Samfylkingin hafi glatað sjálfsmynd sinn í stjórnarsamstarfi sínu við Vinstri-Græna.

„Við höfum svolítið misst fókusinn, alveg eins og við gerðum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Áherslan verður að vera á okkar, að þau séu í forgrunni. Auðvitað munum við bjóða upp á samstarf en það verður að vera á okkar forsendum," sagði Árni Páll.

Nú þegar styttist í alþingiskosningar telur Árni Páll það vera nauðsynlegt fyrir flokkinn að vera einbeittur í afstöðu sinni til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þá væri það áfall fyrir Ísland ef gengið yrði frá aðildarviðræðum.

„Það er hættulegt að hætta við aðildarviðræður. Við þurfum að setja allan kraft í það að halda þessum dyrum opnum, síðan er fyrst og síðast verkefni okkar heima að ná góðri umgjörðum um innlenda hagstjórn, það er forsenda þess að við náum að vera með evru og ekki lenda í grískir stöðu."

Þá gagnrýndi Árni Páll afstöðu Sjálfstæðisflokksins til aðildarviðræðnanna.

„Ef sjálfstæðisflokkurinn ætlar að stunda ameríska pólitík, hugmyndafræði Repúblikana, þá eru þeir bara að höfða til þessara tveggja prósenta íslendinga sem vilja kjósa Mitt Romney."

„Ég hef engan áhuga á því að breyta Samfylkingunni í flokk fullan af Árna Pálum. Ég græði á því að tala við fólk með aðrar skoðanir. Það er þannig sem Samfylkingin verður að vinna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×