Innlent

Gunnlaugur kærir frávísun til Hæstaréttar

Gunnlaugur M. Sigmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins.
Gunnlaugur M. Sigmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins.
Gunnlaugur Sigmundsson hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hluta af meiðyrðamáli hans gegn Teiti Atlasyni til Hæstaréttar.

Gunnlaugur stefndi Teiti vegna umfjöllunar hans um Kögunarmálið svokallaða sem var að stærstum hluta byggð á eldri fjölmiðlaumfjöllun. Öðrum ummælum Teits var vísa frá þar sem dómari taldi ekki mögulegt að tveir gætu lagt fram sömu meiðyrðakröfuna, en Gunnlaugur ásamt eiginkonu sinni stefndu í sameiningu Teiti fyrir meiðyrðin. Sú frávísun hefur verið kærð.

Hvorugur vildi koma í viðtal þegar fréttastofa ræddi við þá í morgun. Gunnlaugur vísaði á lögmann sinn, og Teitur sagðist þreyttur á málinu og vildi óska að því lyki sem allra fyrst. Ef Hæstiréttur úrskurðar Gunnlaugi í hag verður málið aftur tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×