Innlent

Svarbréf Sveins kynnt forsætisnefnd Alþingis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi.
Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi hefur svarað bréfi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, sem hún sendi honum á dögunum. Svarbréfið var kynnt á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun. Efni þess hefur ekki verið birt opinberlega.

Í bréfinu sem Ásta Ragnheiður sendi Sveini er honum gefinn frestur út októbermánuð til þess að ljúka við skýrslu um kaup ríkisins og innleiðingu á svokölluðu Oracle kerfi fyrir bókhald ríkisins, umsjón starfsmannamála og fleira. Gagnrýnt hefur verið að kostnaður við innleiðingu kerfisins hafi farið langt framúr heimildum. Enn fremur hefur verið gagnrýnt að það hefur tekið Ríkisendurskoðun fjölmörg ár að vinna skýrsluna.

Margir þingmenn, þar á meðal Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, hafa fullyrt að best hefði verið að óháður aðili tæki að sér að rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×