Innlent

Leita til Íslands eftir faglærðu starfsfólki

BBI skrifar
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að sveitarstjórnarmenn eða atvinnurekendur frá Noregi horfi til Íslands í leit að faglærðu starfsfólki. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að norskir aðilar leiti til landsins eftir starfskrafti en þykir alvarlegt að fólk láti lokka sig burt úr landi vegna skorts á tækifærum hérlendis.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis að það væri grafalvarlegt að fjölskyldufólk treysti sér til að flytja brott. „Hver segir að þetta fólk komi aftur?" spyr hann.

Norskir aðilar ásælast margs konar starfskraft, allt frá kennurum og til stjórnenda vinnuvéla. Þverskurður af stéttum samfélagsins hefur látið ginna sig til Noregs. Jón segir að þetta sé rökrétt afleiðing af ástandinu á Íslenskum markaði. Hér skorti tækifæri og fólk muni renna hýru auga til Noregs þar til „við förum að bjóða okkar fólki þau tækifæri sem það vill fá".

„Það getur bara verið eitt svar við þessu. Það er að fjölga hér tækifærum. En það er því miður ekki í pípunum," sagði Jón, en innslagið í heild sinni má nálgast hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×