Innlent

Keyrði á hund og ók af vettvangi

BBI skrifar
Mynd af tíkinni.
Mynd af tíkinni.
Keyrt var á hund á Selvogsgötunni í Hafnarfirði í dag. Ökumaðurinn sá ekki ástæðu til að stöðva bifreiðina en ók brott af vettvangi.

„Við vorum að fara að æfa okkur fyrir sýningarþjálfun. Tíkin var úti í garði og ég tek ekki eftir því þegar tíkin hoppar yfir grindverkið og út á götu," segir Stella Sif Gísladóttir, ræktandi hundarins. „Svo heyri ég bara þetta skaðræðisvæl. Þá bara liggur hún þarna og nær varla andanum og ökumaður hvergi sjáanlegur."

Stella segir að það væri best ef viðkomandi gæti gefið sig fram. „Þetta er náttúrlega bara prinsipp að manneskjan taki ábyrgð á sínum gjörðum," segir hún.

Hundurinn var fluttur á dýraspítala þar sem hann bíður nú meðhöndlunar.

Eigendur hvetja viðkomandi ökumann til að hafa samband í síma 6918478. Einnig er lýst eftir vitnum af atvikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×