Innlent

Sum úrræði við skuldavanda heimilanna eru gálgafrestur

Sum úrræða stjórnvalda til að bregðast við skuldavanda heimilanna hafa einungis virkað sem gálgafrestur og því eru margir að komast á ystu nöf núna, segir meðal annars í ályktun landsfundar Samstöðu.

Þar er jafnframt ítrekuð nauðsyn þess að staðfesta svonefnt lyklafrumvarp, afnema verðtrygginguna og setja hámark á vexti í landinu, til að bæta skulda- og greiðsluvanda lántakenda og varna yfirvofandi framfærslu- og skuldakreppu heimilanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×