Innlent

5% ekki með internet

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flestir nota netið daglega.
Flestir nota netið daglega.
Fimm prósent íslenskra heimila eru ekki með internet og fjögur prósent heimila hafa ekki tölvur. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.

Netnotendum fjölgar frá síðasta ári og eru það nú tæp 96% landsmanna. Netnotendur hafa undanfarin ár mælst flestir á Íslandi og Noregi af öllum ríkjum EES, en ekki eru enn tiltækar samanburðartölur fyrir árið 2012. 44% netnotenda tengjast netinu með farsíma eða snjallsíma og þar af tengjast 45% netinu þannig daglega. 40% netnotenda tengjast netinu utan heimilis með fartölvum sem er aukning um 7% frá fyrra ári.

Þráðlaus tæki til að tengjast neti utan heimila og vinnustaða var sérstakt viðfangsefni rannsóknar Hagstofu Íslands á tölvu- og netnotkun einstaklinga. Í Hagtíðinda útgáfu Hagstofunnar er farið lauslega yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Ítarlegri upplýsingar er að finna í veftöflum á vef Hagstofunnar undir efnisliðnum Upplýsingatækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×