Innlent

Mikil öryggisgæsla í Hörpu vegna Gaga

Lady Gaga lenti á Reykjavíkurflugvelli á ellefta tímanum í morgun.
Lady Gaga lenti á Reykjavíkurflugvelli á ellefta tímanum í morgun. mynd/stöð 2
Mikil öryggisgæsla verður í Hörpu í dag þegar að Lady Gaga tekur við verðlaunum frá Lennon/Ono sjóðnum klukkan tvö. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir að aukin öryggisgæsla verði í tónleikahöllinni af þessu tilefni en hann vildi ekki tjá sig meira um málið.

Stórstjarnan kom í einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í morgun og fór beinustu leið á Hótel Borg við Austurvöll. Fréttamaður Stöðvar 2 var á staðnum og sagði að Lady Gaga hefði gefið sér tíma fyrir aðdáanda og gefið honum eiginhandaráritun. Mikil öryggisgæsla var í kringum söngkonuna og fylgdu lífverðir henni hvert fótmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×