Innlent

Fjöldi fólks kom saman fyrir utan Hótel Borg

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lady Gaga gefur Manny, einum aðdáenda sinna eiginhandaráritun í morgun.
Lady Gaga gefur Manny, einum aðdáenda sinna eiginhandaráritun í morgun.
Mikill fjöldi ungs fólks var saman kominn fyrir framan Hótel Borg nú eftir hádegi eftir að fjölmiðlar höfðu greint frá því að hin fræga söngkona Lady Gaga væri stödd þar. Hún mun taka á móti friðarverðlaunum úr Ono/Lennon sjóðnum í Hörpu í dag. Söngkonan kom í morgun til landsins frá London, en þar hafði hún meðal annars haldið tónleika og hitt Julian Assange.

Vísir mun twitta frá athöfninni í Hörpu og það er því full ástæða fyrir áhorfendur til þess að fylgjast með hér á vefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×