Innlent

Fjölmenni á leið út í Viðey

BBI skrifar
Fjöldi gesta er líklega á bilinu 500 til 1000. Tveir bátar ferja gesti milli lands og eyjar.
Fjöldi gesta er líklega á bilinu 500 til 1000. Tveir bátar ferja gesti milli lands og eyjar. Mynd/Vilhelm
Fjölmenni hefur nú safnast saman á Skarfabakkanum á leið út í Viðey til að fylgjast með tendrun Friðarsúlunnar. Hundruð gesta bíða þess nú að verða ferjaðir út í eyjuna til að fylgjast með þegar kveikt verður á súlunni.

Þess er beðið með eftirvæntingu hvort stjörnurnar Yoko Ono og Lady Gaga láti sjá sig í eyjunni við athöfnina.

Að sögn er allt krökkt af erlendum fjölmiðlamönnum á svæðinu og rákust frétta menn Vísis meðal annars á belgískan fréttamann sem er hér á landi til að fjalla um íslenska efnahagshrunið og viðbrögð Íslendinga við kreppunni. Hann kom til landsins í þeim tilgangi að skoða þjóðina nú fjórum árum eftir hrunið, vissi ekkert um umstangið kringum Yoko Ono og Friðarsúluna og bjóst allra síst við því að rekast á ofurstjörnuna Lady Gaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×