Innlent

Yfir 450 off-venue tónleikar á Airwaves

BBI skrifar
Berndsen á Airwaves í fyrra.
Berndsen á Airwaves í fyrra. Mynd/Aníta Eldjárn
Skipuleggjendur Iceland Airwaves hafa kynnt hina svokölluðu off-venue dagskrá sem fer fram samhliða Airwaves hátíðinni. Á dagskrá eru yfir 450 tónleikar á 31 stað víðsvegar um borgina.

Off-venue tónleikar fara meðal annars fram í Mjódd, Menntaskólanum við Hamrahlíð og kapellu Hjálpræðishersins. Off-venue dagskráin er kærkomin sárabót fyrir tónlistarunnendur sem fengu ekki miða á sjálfa hátíðina því off-venue tónleikarnir eru opnir öllum. Þannig getur hver sem er kíkt á þannig tónleika á meðan enginn kemst inn á sjálfa hátíðina án þess að hafa verslað sér armband.

Off-venue dagskrána má nálgast á þessum hlekk.

Eins og kunnugt er seldist upp á Iceland Airwaves hátíðina í ágúst. Á hátíðinni koma meðal annars fram hljómsveitirnar Sigur Rós, Of Monsters and Men, Dirty Projectors (US), The Vaccines (UK), sóley, Patrick Wolf (UK), Ásgeir Trausti, Swans (US), Hjálmar og Jimi Tenor (FI), Retro Stefson, FM Belfast, Shearwater (US), Sólstafir, Friends (US), GusGus, Django Django (SCO), HAM, Polica (US), Lay Low, DIIV (US), Ólafur Arnalds, Haim (US), Ólöf Arnalds, Philco Fiction (NO) Sin Fang, Shabazz Palaces (US), Þórunn Antonía, Moonface with Siinai (CA/FI), Tilbury, Phantogram (US) og Valdimar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×