Schumacher refsað fyrir árekstur Birgir Þór Harðarson skrifar 23. september 2012 20:23 Michael Schumacher, ökumaður Mercedes-liðsins í Formúlu 1, verður gert að ræsa tíu sætum aftar á ráslínu í Japan vegna árekstursins sem hann olli í kappakstrinum í Singapúr í dag. Schumacher sagðist gruna að bilun í bremsunum hafi ollið því að hann hafi ekið aftan á Torro Rosso-bíl Jean-Eric Vergne. Fréttaskýrendur og aðrir sem greint hafa atvikið af sjónvarpskjánum bentu á að atvikið væri furðulegt og varla við Schumacher að sakast. "Ég byrjaði að bremsa áður en ég kom að bremsupunktinum," sagði Schumacher eftir mótið í dag. "Bíllinn vildi ekki hægja á sér. Það er ekki eins og ég hafi byrjað að bremsa of seint." Ef myndbandsupptökur eru skoðaðar af atvikinu sést að vinstra framhjól Mercedes-bílsins læsist á undan hægra framhjólinu. Það er gegn allri eðlisfræði sem liggur að baki því að hljólin læsist þegar bremsað er. Í þessu tilviki er verið að bremsa fyrir hægri beygju og því ætti hægra framhjólið að læsast fyrr, ef eitthvað á að læsast yfir höfuð. Bæði framhjólin eru svo læst í örskamma stund áður en áreksturinn verður og Schumacher aðeins farþegi og getur ekkert gert. Úrskurður dómaranna í Singapúr gildir og því mun Schumacher færast aftur um tíu sæti á ráslínu í Japan óháð því hversu fljótur hann er í tímatökunni. Myndband af atvikinu má sjá hér að ofan. Formúla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Michael Schumacher, ökumaður Mercedes-liðsins í Formúlu 1, verður gert að ræsa tíu sætum aftar á ráslínu í Japan vegna árekstursins sem hann olli í kappakstrinum í Singapúr í dag. Schumacher sagðist gruna að bilun í bremsunum hafi ollið því að hann hafi ekið aftan á Torro Rosso-bíl Jean-Eric Vergne. Fréttaskýrendur og aðrir sem greint hafa atvikið af sjónvarpskjánum bentu á að atvikið væri furðulegt og varla við Schumacher að sakast. "Ég byrjaði að bremsa áður en ég kom að bremsupunktinum," sagði Schumacher eftir mótið í dag. "Bíllinn vildi ekki hægja á sér. Það er ekki eins og ég hafi byrjað að bremsa of seint." Ef myndbandsupptökur eru skoðaðar af atvikinu sést að vinstra framhjól Mercedes-bílsins læsist á undan hægra framhjólinu. Það er gegn allri eðlisfræði sem liggur að baki því að hljólin læsist þegar bremsað er. Í þessu tilviki er verið að bremsa fyrir hægri beygju og því ætti hægra framhjólið að læsast fyrr, ef eitthvað á að læsast yfir höfuð. Bæði framhjólin eru svo læst í örskamma stund áður en áreksturinn verður og Schumacher aðeins farþegi og getur ekkert gert. Úrskurður dómaranna í Singapúr gildir og því mun Schumacher færast aftur um tíu sæti á ráslínu í Japan óháð því hversu fljótur hann er í tímatökunni. Myndband af atvikinu má sjá hér að ofan.
Formúla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira