Innlent

Vitnaði í kommentakerfi DV.is

Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, hefur stefnt hagfræðingnum Ólafur Arnarsyni fyrir meiðyrði.
Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, hefur stefnt hagfræðingnum Ólafur Arnarsyni fyrir meiðyrði.
Lögmaður Friðriks Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ, vitnaði í kommentakerfið á dv.is í munnlegum málflutningi sínum í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þar kæmi greinilega fram að fólk tæki orð Ólafs Arnarsonar, um að LÍÚ myndi styrkja vefinn AMX um 20 milljónir á ári, trúanleg.

Friðrik hefur stefnt Ólafi fyrir meiðyrði eftir að hann skrifaði tvær bloggfærslur á vefsíðu sína, þar sem hann hélt því fram að LÍÚ, fyrir tilstilli og undir stjórn Friðriks, styddi vefinn AMX.is til nafnlausra níðskrifa með dulbúnum fjárframlögum sem næmu tugum milljónum á ári.

Lögmaður Friðriks las upp nokkur „komment" frá fólki í athugasemdarkerfinu á dv.is, eftir að vefurinn fjallaði um færslu Ólafs, máli sínu til stuðnings.

Friðrik vill eina milljón í miskabætur frá Ólafi og 1,6 milljónir til að birta dóminn í dagblöðum. Friðrik var ekki viðstaddur aðalmeðferðina í morgun en Ólafur mætti.

Búast má við að dómur falli í málinu á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×