Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH - 22-25 Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2012 12:28 FH-ingar unnu fínan sigur gegn Val, 25-22, í 2. umferð N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni í kvöld. Valsmenn voru mikið mun sterkari aðilinn til að byrja með í leiknum en þegar leið á leikinn náðu FH-ingar völdunum á vellinum og uppskáru frábæran sigur. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var magnaður í síðari hálfleiknum og lagði grunninn af sigri gestanna. Heimamenn voru strax mun ákveðnari og virkilega markvissir í sínum aðgerðum. Valsmenn brutust auðveldlega í gegnum slaka vörn FH-inga og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Fljótlega voru Valsmenn komnir með góð tök á leiknum og staðan allt í einu orðin 12-6. Þá fóru gestirnir frá Hafnafirði að hressast og varnarleikur liðsins virtist lifna örlítið við. Hægt og rólega minnkuðu FH-ingar muninn og var því staðan 15-13 í hálfleik. FH-ingar komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Liðið var skynsamt í sínum sóknaraðgerðum og lék varnarleikinn af stakri snilld. Þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum komust gestirnir yfir í fyrsta sinni 19-18. Eftir það var aldrei spurning hvaða lið myndi fara með sigur af hólmi í kvöld og lauk leiknum með sigri FH 25-22. FH-ingar eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en Valsmenn eru án stiga. Einar Andri: Frábær vörn og markvarsla í síðari hálfleiknum„Við vorum ekki tilbúnir í byrjun leiksins en síðan small þetta saman í síðari hálfleiknum," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Varnarleikurinn og markvarslan í síðari hálfleiknum var til fyrirmyndar og lagði heldur betur grunninn af þessum sigri". „Daníel (Freyr Andrésson) er með yfir 70 % markvörslu í síðari hálfleiknum og slík frammistaða er fáheyrð". „Ungir strákar stigu síðan upp og stóðu sig eins og hetjur, þetta var bara frábær sigur fyrir liðsheildina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Patrekur Jóhannesson: Getur verið hættulegt að fara út í svona mót með þunnan hóp„Miðað við allar þær breytingar sem voru á liðinu fyrir tímabilið þá vissum við að þetta gæti orðið erfitt," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Valsmenn hafa tapað fyrstu tveimur leikjum liðsins í N1-deildinni. „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleiknum og sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar. Það er samt sem áður staðreynd að liðið er án stiga eftir tvær umferðir og það verðum við að horfast í augu við. Það var samt mun meira jákvætt í gangi hjá liðinu í kvöld en í fyrstu umferð gegn HK." „Þetta er gríðarlega ungt lið og við erum með stráka í 3. og 2. flokki inná vellinum í einu, en mér finnst bara gaman að fylgjast með leikmönnum þroskast. Það er samt sem áður nokkuð hættulegt að fara út í mót með svona þunnan hóp og marga reynslulitla leikmenn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
FH-ingar unnu fínan sigur gegn Val, 25-22, í 2. umferð N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni í kvöld. Valsmenn voru mikið mun sterkari aðilinn til að byrja með í leiknum en þegar leið á leikinn náðu FH-ingar völdunum á vellinum og uppskáru frábæran sigur. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var magnaður í síðari hálfleiknum og lagði grunninn af sigri gestanna. Heimamenn voru strax mun ákveðnari og virkilega markvissir í sínum aðgerðum. Valsmenn brutust auðveldlega í gegnum slaka vörn FH-inga og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Fljótlega voru Valsmenn komnir með góð tök á leiknum og staðan allt í einu orðin 12-6. Þá fóru gestirnir frá Hafnafirði að hressast og varnarleikur liðsins virtist lifna örlítið við. Hægt og rólega minnkuðu FH-ingar muninn og var því staðan 15-13 í hálfleik. FH-ingar komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Liðið var skynsamt í sínum sóknaraðgerðum og lék varnarleikinn af stakri snilld. Þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum komust gestirnir yfir í fyrsta sinni 19-18. Eftir það var aldrei spurning hvaða lið myndi fara með sigur af hólmi í kvöld og lauk leiknum með sigri FH 25-22. FH-ingar eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en Valsmenn eru án stiga. Einar Andri: Frábær vörn og markvarsla í síðari hálfleiknum„Við vorum ekki tilbúnir í byrjun leiksins en síðan small þetta saman í síðari hálfleiknum," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Varnarleikurinn og markvarslan í síðari hálfleiknum var til fyrirmyndar og lagði heldur betur grunninn af þessum sigri". „Daníel (Freyr Andrésson) er með yfir 70 % markvörslu í síðari hálfleiknum og slík frammistaða er fáheyrð". „Ungir strákar stigu síðan upp og stóðu sig eins og hetjur, þetta var bara frábær sigur fyrir liðsheildina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Patrekur Jóhannesson: Getur verið hættulegt að fara út í svona mót með þunnan hóp„Miðað við allar þær breytingar sem voru á liðinu fyrir tímabilið þá vissum við að þetta gæti orðið erfitt," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Valsmenn hafa tapað fyrstu tveimur leikjum liðsins í N1-deildinni. „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleiknum og sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar. Það er samt sem áður staðreynd að liðið er án stiga eftir tvær umferðir og það verðum við að horfast í augu við. Það var samt mun meira jákvætt í gangi hjá liðinu í kvöld en í fyrstu umferð gegn HK." „Þetta er gríðarlega ungt lið og við erum með stráka í 3. og 2. flokki inná vellinum í einu, en mér finnst bara gaman að fylgjast með leikmönnum þroskast. Það er samt sem áður nokkuð hættulegt að fara út í mót með svona þunnan hóp og marga reynslulitla leikmenn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti