Hafa þurft að keyra framhjá slysum vegna manneklu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. september 2012 21:21 Lögreglumenn á Selfossi eru að bugast undan vinnuálagi því lögreglumönnunum fækkar stöðugt á vöktum, eru oft bara þrír en eiga á sama tíma að sinna fimmtán þúsund íbúum í Árnessýslu og ferðamönnum á svæðinu. Yfirlögregluþjónn segir að lögreglumenn þurfi stundum að keyra fram hjá slysum til að sinn öðrum brýnni verkefnum. Lögreglan á Selfossi gat ekki sinnt nokkrum útköllum um helgina vegna skorts á lögreglumönnum en starfsmönnum á lögreglustöðinni hefur fækkað stöðugt frá 2008, voru þá 26 en eru ekki nema 20 í dag. „Þetta er afleitt og þeir sem leita til lögreglu eiga oft mikla hagsmuni undir," segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn. „Þannig að það getur orðið skaði af." Í Árnessýslu búa um 15 þúsund manns og svæðið nær yfir níu þúsund ferkílómetra svæði. Mörg dæmi eru um að þrír lögreglumenn séu á vakt í miðri viku og það segir þá allt um löggæsluna, varðstjóri er inni og tveir lögreglumenn úti. „Þetta er náttúrulega erfiðast fyrir mennina sjálfa. Það er hætta á að öryggi þeirra sé ekki tryggt þegar það er langt í aðstoð."Geturðu nefnt dæmi um slys þegar lögreglan hefur þurft að forgangsraða? „Það eru til dæmi þar sem við höfum hreinlega þurft að aka framhjá umferðarslysum vegna þess að mat okkar hefur verið það að brýnna sé að sinna öðrum slysum."En hvað er hægt að gera í stöðunni og hvernig gengur að vinna svona með fimmtán þúsund manns á bak við sig? „Þetta hefur verið látið ganga og það er auðvitað ekki gott. Það eru fimmtán þúsund manns skráðir hér í sýslunni en við erum einnig með mikinn fjölda fólks sem er hér gestkomandi, bæði í sumarhúsum og á tjaldstæðum. Á sumrin áætlum við að það séu um 45 þúsund manns hér í sýslunni. Þá hefur akstur lögreglubíla minnkað mikið í Árnessýslu á síðustu árum. Nú sinnir lögreglan nánast eingöngu kyrrstöðueftirliti og er því lítið á ferðinni um sýsluna. „Við höfum kynnt bæði ríkislögreglustjóra og innanríkisráðuneyti stöðuna og þar er sýndur skilningur á stöðunni. Að endingu er það náttúrulega Alþingi og þingmenn sem ákveða hvað sé ásættanlegt öryggis- og þjónustustig í sýslunni." Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Lögreglumenn á Selfossi eru að bugast undan vinnuálagi því lögreglumönnunum fækkar stöðugt á vöktum, eru oft bara þrír en eiga á sama tíma að sinna fimmtán þúsund íbúum í Árnessýslu og ferðamönnum á svæðinu. Yfirlögregluþjónn segir að lögreglumenn þurfi stundum að keyra fram hjá slysum til að sinn öðrum brýnni verkefnum. Lögreglan á Selfossi gat ekki sinnt nokkrum útköllum um helgina vegna skorts á lögreglumönnum en starfsmönnum á lögreglustöðinni hefur fækkað stöðugt frá 2008, voru þá 26 en eru ekki nema 20 í dag. „Þetta er afleitt og þeir sem leita til lögreglu eiga oft mikla hagsmuni undir," segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn. „Þannig að það getur orðið skaði af." Í Árnessýslu búa um 15 þúsund manns og svæðið nær yfir níu þúsund ferkílómetra svæði. Mörg dæmi eru um að þrír lögreglumenn séu á vakt í miðri viku og það segir þá allt um löggæsluna, varðstjóri er inni og tveir lögreglumenn úti. „Þetta er náttúrulega erfiðast fyrir mennina sjálfa. Það er hætta á að öryggi þeirra sé ekki tryggt þegar það er langt í aðstoð."Geturðu nefnt dæmi um slys þegar lögreglan hefur þurft að forgangsraða? „Það eru til dæmi þar sem við höfum hreinlega þurft að aka framhjá umferðarslysum vegna þess að mat okkar hefur verið það að brýnna sé að sinna öðrum slysum."En hvað er hægt að gera í stöðunni og hvernig gengur að vinna svona með fimmtán þúsund manns á bak við sig? „Þetta hefur verið látið ganga og það er auðvitað ekki gott. Það eru fimmtán þúsund manns skráðir hér í sýslunni en við erum einnig með mikinn fjölda fólks sem er hér gestkomandi, bæði í sumarhúsum og á tjaldstæðum. Á sumrin áætlum við að það séu um 45 þúsund manns hér í sýslunni. Þá hefur akstur lögreglubíla minnkað mikið í Árnessýslu á síðustu árum. Nú sinnir lögreglan nánast eingöngu kyrrstöðueftirliti og er því lítið á ferðinni um sýsluna. „Við höfum kynnt bæði ríkislögreglustjóra og innanríkisráðuneyti stöðuna og þar er sýndur skilningur á stöðunni. Að endingu er það náttúrulega Alþingi og þingmenn sem ákveða hvað sé ásættanlegt öryggis- og þjónustustig í sýslunni."
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira