Æfingalaus körfuboltadómari stimplaði sig inn í toppbaráttuna Sigurður Elvar Þórólfsson á Strandarvelli skrifar 27. júlí 2012 18:22 Kristinn Óskarsson slær hér inn á 18. flötina í dag á Strandarvelli á Hellu. seth Kristinn Óskarsson hefur komið skemmtilega á óvart á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Íslandsmótinu í höggleik í golfi. Kristinn, sem er betur þekktur sem einn reyndasti körfuknattleiksdómari landsins er þegar þetta er skrifað í efsta sæti mótsins ásamt fleiri kylfingum. Kristinn, sem leikur fyrir GS, er með 1,3 í forgjöf, hefur leikið báða hringina á Strandarvelli á Hellu á 1 höggi undir pari vallar. „Ég kann vel við þessa tölu enda er þetta fæðingarárið mitt, 1969," sagði Kristinn rétt eftir að hann hafði lokið við að skila skorkortinu. Kristinn æfir ekki golf, hann spilar það bara. „Ég fór síðast á alvörugolfæfingu fyrir fjórum árum," sagði Kristinn en hann hafði það að markmiðið að komast í hóp þeirra 72 kylfinga sem fá að halda áfram næstu tvo keppnisdagana. „Miðað við forgjöfina þá var ég í 35. sæti á þeim lista og ég hafði einsett mér það að leika á forgjöfinni og vera í kringum 30. sætið. Ég náð að lækka forgjöfina aðeins í sumar, það gekk vel í meistaramótinu, enda er Hólmsvöllur í Leiru frekar varnarlítill í svona þurrki sem hefur verið í sumar. Pútterinn hefur verið að virka að undanförnu, en hann er ekki mín uppáhaldskylfa að öllu jöfnu," bætti Kristinn við. Hann á alveg eins von á því að mæta bara í körfuboltadómarabúningnum á morgun. „Ég held að það séu allir að bíða eftir því að ég „springi" og ætli ég sé ekki einn af þeim líka. Ég er vanur því að umgangast toppíþróttamenn og þá er í dómarabúningnum og líður rosalega vel. Kannski verður þetta bara lausnin. Ég veit ekki hvort ég má það þar sem hann er allur í auglýsingum." Kristinn býst alveg eins við því að vera með fiðring í maganum þegar hann mætir á teig á laugardaginn. „Ég verð örugglega stressaður en ég ætla að vinna í því með því að leggja parket í sumarbústaðnum í kvöld," sagði Kristinn Óskarsson. Golf Tengdar fréttir Fimmtán ára gengið stendur sig vel á Hellu Það vekur athygli að fimm kylfingar sem taka þátt á Íslandsmótinu í golfi eru aðeins fimmtán ára gamlir en þau er öll fædd árið 1997. Þrír drengir eru karlaflokknum og tvær stúlkur. Árangur þeirra er með ágætum og það er greinilegt að ný kynslóð afrekskylfinga bíður handan við hornið. 27. júlí 2012 15:14 Axel stimplaði sig inn í baráttuna með frábærum hring Axel Bóasson, Íslandsmeistari í höggleik, lét verkin tala í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins þar sem hann lék á 66 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Axel var í miklu stuði í dag og fékk hann alls sjö fugla á hringnum. Axel er samtals á pari Strandarvallar en hann hóf titilvörnina frekar illa í gær þar sem hann lék á 74 höggum. 27. júlí 2012 14:51 Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. 27. júlí 2012 13:06 Keppni hafin að nýju á Strandarvelli | myndasyrpa Annar keppnisdagur af alls fjórum fer fram í dag á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni en leikið er á Strandarvelli á Hellu. Rúnar Arnórsson úr Keili er með eitt högg í forskot í karlaflokknum en hann lék á 64 höggum í gær eða -4. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er efst í kvennaflokknum en hún lék á 71 höggi eða +1. 27. júlí 2012 08:45 Hnífjafnt á Hellu | Anna og Valdís deila efsta sætinu Anna Sólveig Snorradóttir, 17 ára kylfingur úr Keili, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Anna Sólveig og Valdís eru samtals á 6 höggum yfir pari vallar en tveimur höggum þar á eftir kemur Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO. 27. júlí 2012 17:18 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kristinn Óskarsson hefur komið skemmtilega á óvart á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Íslandsmótinu í höggleik í golfi. Kristinn, sem er betur þekktur sem einn reyndasti körfuknattleiksdómari landsins er þegar þetta er skrifað í efsta sæti mótsins ásamt fleiri kylfingum. Kristinn, sem leikur fyrir GS, er með 1,3 í forgjöf, hefur leikið báða hringina á Strandarvelli á Hellu á 1 höggi undir pari vallar. „Ég kann vel við þessa tölu enda er þetta fæðingarárið mitt, 1969," sagði Kristinn rétt eftir að hann hafði lokið við að skila skorkortinu. Kristinn æfir ekki golf, hann spilar það bara. „Ég fór síðast á alvörugolfæfingu fyrir fjórum árum," sagði Kristinn en hann hafði það að markmiðið að komast í hóp þeirra 72 kylfinga sem fá að halda áfram næstu tvo keppnisdagana. „Miðað við forgjöfina þá var ég í 35. sæti á þeim lista og ég hafði einsett mér það að leika á forgjöfinni og vera í kringum 30. sætið. Ég náð að lækka forgjöfina aðeins í sumar, það gekk vel í meistaramótinu, enda er Hólmsvöllur í Leiru frekar varnarlítill í svona þurrki sem hefur verið í sumar. Pútterinn hefur verið að virka að undanförnu, en hann er ekki mín uppáhaldskylfa að öllu jöfnu," bætti Kristinn við. Hann á alveg eins von á því að mæta bara í körfuboltadómarabúningnum á morgun. „Ég held að það séu allir að bíða eftir því að ég „springi" og ætli ég sé ekki einn af þeim líka. Ég er vanur því að umgangast toppíþróttamenn og þá er í dómarabúningnum og líður rosalega vel. Kannski verður þetta bara lausnin. Ég veit ekki hvort ég má það þar sem hann er allur í auglýsingum." Kristinn býst alveg eins við því að vera með fiðring í maganum þegar hann mætir á teig á laugardaginn. „Ég verð örugglega stressaður en ég ætla að vinna í því með því að leggja parket í sumarbústaðnum í kvöld," sagði Kristinn Óskarsson.
Golf Tengdar fréttir Fimmtán ára gengið stendur sig vel á Hellu Það vekur athygli að fimm kylfingar sem taka þátt á Íslandsmótinu í golfi eru aðeins fimmtán ára gamlir en þau er öll fædd árið 1997. Þrír drengir eru karlaflokknum og tvær stúlkur. Árangur þeirra er með ágætum og það er greinilegt að ný kynslóð afrekskylfinga bíður handan við hornið. 27. júlí 2012 15:14 Axel stimplaði sig inn í baráttuna með frábærum hring Axel Bóasson, Íslandsmeistari í höggleik, lét verkin tala í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins þar sem hann lék á 66 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Axel var í miklu stuði í dag og fékk hann alls sjö fugla á hringnum. Axel er samtals á pari Strandarvallar en hann hóf titilvörnina frekar illa í gær þar sem hann lék á 74 höggum. 27. júlí 2012 14:51 Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. 27. júlí 2012 13:06 Keppni hafin að nýju á Strandarvelli | myndasyrpa Annar keppnisdagur af alls fjórum fer fram í dag á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni en leikið er á Strandarvelli á Hellu. Rúnar Arnórsson úr Keili er með eitt högg í forskot í karlaflokknum en hann lék á 64 höggum í gær eða -4. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er efst í kvennaflokknum en hún lék á 71 höggi eða +1. 27. júlí 2012 08:45 Hnífjafnt á Hellu | Anna og Valdís deila efsta sætinu Anna Sólveig Snorradóttir, 17 ára kylfingur úr Keili, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Anna Sólveig og Valdís eru samtals á 6 höggum yfir pari vallar en tveimur höggum þar á eftir kemur Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO. 27. júlí 2012 17:18 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fimmtán ára gengið stendur sig vel á Hellu Það vekur athygli að fimm kylfingar sem taka þátt á Íslandsmótinu í golfi eru aðeins fimmtán ára gamlir en þau er öll fædd árið 1997. Þrír drengir eru karlaflokknum og tvær stúlkur. Árangur þeirra er með ágætum og það er greinilegt að ný kynslóð afrekskylfinga bíður handan við hornið. 27. júlí 2012 15:14
Axel stimplaði sig inn í baráttuna með frábærum hring Axel Bóasson, Íslandsmeistari í höggleik, lét verkin tala í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins þar sem hann lék á 66 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Axel var í miklu stuði í dag og fékk hann alls sjö fugla á hringnum. Axel er samtals á pari Strandarvallar en hann hóf titilvörnina frekar illa í gær þar sem hann lék á 74 höggum. 27. júlí 2012 14:51
Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. 27. júlí 2012 13:06
Keppni hafin að nýju á Strandarvelli | myndasyrpa Annar keppnisdagur af alls fjórum fer fram í dag á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni en leikið er á Strandarvelli á Hellu. Rúnar Arnórsson úr Keili er með eitt högg í forskot í karlaflokknum en hann lék á 64 höggum í gær eða -4. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er efst í kvennaflokknum en hún lék á 71 höggi eða +1. 27. júlí 2012 08:45
Hnífjafnt á Hellu | Anna og Valdís deila efsta sætinu Anna Sólveig Snorradóttir, 17 ára kylfingur úr Keili, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Anna Sólveig og Valdís eru samtals á 6 höggum yfir pari vallar en tveimur höggum þar á eftir kemur Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO. 27. júlí 2012 17:18