Gylfi: Nauðsynlegt að halda áfram Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. júlí 2012 22:18 Gylfi Arnbjörnsson segir nauðsynlegt að halda áfram atvinnuuppbyggingunni. mynd/ pjetur. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, fagnar atvinnuleysistölunum sem Vinnumálastofnun birti í dag. Atvinnuleysið mælist um 4,8% og hefur ekki verið lægra í þrjú og hálft ár. „Það ber bara að fagna því en engu að síður þarf að halda áfram," segir Gylfi. Gylfi segir mikilvægt að fjárfesting aukist og unnið sé að fjölgun starfa. Miðað við mælingar Hagstofunnar sé ekki hægt að fullyrða með vissu að störfum sé að fjölga. „Þess vegna höfum við sagt að auðvitað er það ánægjuefni að atvinnuleysi dragist saman en það þarf enn að auka áherslu á atvinnusköpun, nýfjárfestingu og atvinnuppbyggingu," segir Gylfi. Hann bendir á að Hagstofan mælir atvinnuleysi miðað við fjölda þeirra sem vilja vinna en fá ekki vinnu. Vinnumálastofnun mæli aftur á móti atvinnuleysi út frá því hverjir eiga bótarétt og þeir séu mikið færri. „Og reyndar hafa æði margir verið að missa bótarétt, eru búnir að tæma þau fjögur ár sem þeim er heimilt að vera á bótum og þetta sjáum við á því að ennþá eru ríflega 3% landsmanna sem eru erlendis, mjög margir í Noregi. Ríflega 3% landsmanna hafa hætt á vinnumarkaði," segir Gylfi. Hann telji því að raunatvinnuleysi sé mjög hátt sé tekið mið af þeim sem vildu gjarnan vinna en hafa ekki fundið vinnu. Gylfi bendir á að á þessum tíma árs sé hábjargráðatími. „Ferðaþjónustan er komin á fullt skrið og auðvitað verða til fleiri störf í okkar hagkerfi á þessum tíma, en það eru allar líkur á því að þetta muni aukast aftur þegar fer að hausta og vetra. Þannig að verkefninu er ekkert lokið og þaðan af síður að menn geti sagt að kreppunni sé lokið. Alveg af og frá að svo sé, því miður," segir Gylfi. Þá bendir Gylfi jafnframt á að þótt útlitið sé bjart núna hafi skólafólki ekki alltaf gengið vel að fá vinnu í sumar. „Bæði var dregið saman í unglingavinnunni hjá borginni. Og þetta er bara partur af tekjumyndum hjá fjölskyldum. Það er það að unglingarnir hafi vinnu og þetta mælist ekki einu sinni sem atvinnuleysi vegna þess að þetta fólk flokkast sem skólafólk," segir Gylfi. Hann ítrekar þó að atvinnuleysistölurnar hafi sannarlega verið að lækka og það sé jákvætt skref. En það þurfi að halda áfram. Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, fagnar atvinnuleysistölunum sem Vinnumálastofnun birti í dag. Atvinnuleysið mælist um 4,8% og hefur ekki verið lægra í þrjú og hálft ár. „Það ber bara að fagna því en engu að síður þarf að halda áfram," segir Gylfi. Gylfi segir mikilvægt að fjárfesting aukist og unnið sé að fjölgun starfa. Miðað við mælingar Hagstofunnar sé ekki hægt að fullyrða með vissu að störfum sé að fjölga. „Þess vegna höfum við sagt að auðvitað er það ánægjuefni að atvinnuleysi dragist saman en það þarf enn að auka áherslu á atvinnusköpun, nýfjárfestingu og atvinnuppbyggingu," segir Gylfi. Hann bendir á að Hagstofan mælir atvinnuleysi miðað við fjölda þeirra sem vilja vinna en fá ekki vinnu. Vinnumálastofnun mæli aftur á móti atvinnuleysi út frá því hverjir eiga bótarétt og þeir séu mikið færri. „Og reyndar hafa æði margir verið að missa bótarétt, eru búnir að tæma þau fjögur ár sem þeim er heimilt að vera á bótum og þetta sjáum við á því að ennþá eru ríflega 3% landsmanna sem eru erlendis, mjög margir í Noregi. Ríflega 3% landsmanna hafa hætt á vinnumarkaði," segir Gylfi. Hann telji því að raunatvinnuleysi sé mjög hátt sé tekið mið af þeim sem vildu gjarnan vinna en hafa ekki fundið vinnu. Gylfi bendir á að á þessum tíma árs sé hábjargráðatími. „Ferðaþjónustan er komin á fullt skrið og auðvitað verða til fleiri störf í okkar hagkerfi á þessum tíma, en það eru allar líkur á því að þetta muni aukast aftur þegar fer að hausta og vetra. Þannig að verkefninu er ekkert lokið og þaðan af síður að menn geti sagt að kreppunni sé lokið. Alveg af og frá að svo sé, því miður," segir Gylfi. Þá bendir Gylfi jafnframt á að þótt útlitið sé bjart núna hafi skólafólki ekki alltaf gengið vel að fá vinnu í sumar. „Bæði var dregið saman í unglingavinnunni hjá borginni. Og þetta er bara partur af tekjumyndum hjá fjölskyldum. Það er það að unglingarnir hafi vinnu og þetta mælist ekki einu sinni sem atvinnuleysi vegna þess að þetta fólk flokkast sem skólafólk," segir Gylfi. Hann ítrekar þó að atvinnuleysistölurnar hafi sannarlega verið að lækka og það sé jákvætt skref. En það þurfi að halda áfram.
Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira