Gylfi: Nauðsynlegt að halda áfram Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. júlí 2012 22:18 Gylfi Arnbjörnsson segir nauðsynlegt að halda áfram atvinnuuppbyggingunni. mynd/ pjetur. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, fagnar atvinnuleysistölunum sem Vinnumálastofnun birti í dag. Atvinnuleysið mælist um 4,8% og hefur ekki verið lægra í þrjú og hálft ár. „Það ber bara að fagna því en engu að síður þarf að halda áfram," segir Gylfi. Gylfi segir mikilvægt að fjárfesting aukist og unnið sé að fjölgun starfa. Miðað við mælingar Hagstofunnar sé ekki hægt að fullyrða með vissu að störfum sé að fjölga. „Þess vegna höfum við sagt að auðvitað er það ánægjuefni að atvinnuleysi dragist saman en það þarf enn að auka áherslu á atvinnusköpun, nýfjárfestingu og atvinnuppbyggingu," segir Gylfi. Hann bendir á að Hagstofan mælir atvinnuleysi miðað við fjölda þeirra sem vilja vinna en fá ekki vinnu. Vinnumálastofnun mæli aftur á móti atvinnuleysi út frá því hverjir eiga bótarétt og þeir séu mikið færri. „Og reyndar hafa æði margir verið að missa bótarétt, eru búnir að tæma þau fjögur ár sem þeim er heimilt að vera á bótum og þetta sjáum við á því að ennþá eru ríflega 3% landsmanna sem eru erlendis, mjög margir í Noregi. Ríflega 3% landsmanna hafa hætt á vinnumarkaði," segir Gylfi. Hann telji því að raunatvinnuleysi sé mjög hátt sé tekið mið af þeim sem vildu gjarnan vinna en hafa ekki fundið vinnu. Gylfi bendir á að á þessum tíma árs sé hábjargráðatími. „Ferðaþjónustan er komin á fullt skrið og auðvitað verða til fleiri störf í okkar hagkerfi á þessum tíma, en það eru allar líkur á því að þetta muni aukast aftur þegar fer að hausta og vetra. Þannig að verkefninu er ekkert lokið og þaðan af síður að menn geti sagt að kreppunni sé lokið. Alveg af og frá að svo sé, því miður," segir Gylfi. Þá bendir Gylfi jafnframt á að þótt útlitið sé bjart núna hafi skólafólki ekki alltaf gengið vel að fá vinnu í sumar. „Bæði var dregið saman í unglingavinnunni hjá borginni. Og þetta er bara partur af tekjumyndum hjá fjölskyldum. Það er það að unglingarnir hafi vinnu og þetta mælist ekki einu sinni sem atvinnuleysi vegna þess að þetta fólk flokkast sem skólafólk," segir Gylfi. Hann ítrekar þó að atvinnuleysistölurnar hafi sannarlega verið að lækka og það sé jákvætt skref. En það þurfi að halda áfram. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, fagnar atvinnuleysistölunum sem Vinnumálastofnun birti í dag. Atvinnuleysið mælist um 4,8% og hefur ekki verið lægra í þrjú og hálft ár. „Það ber bara að fagna því en engu að síður þarf að halda áfram," segir Gylfi. Gylfi segir mikilvægt að fjárfesting aukist og unnið sé að fjölgun starfa. Miðað við mælingar Hagstofunnar sé ekki hægt að fullyrða með vissu að störfum sé að fjölga. „Þess vegna höfum við sagt að auðvitað er það ánægjuefni að atvinnuleysi dragist saman en það þarf enn að auka áherslu á atvinnusköpun, nýfjárfestingu og atvinnuppbyggingu," segir Gylfi. Hann bendir á að Hagstofan mælir atvinnuleysi miðað við fjölda þeirra sem vilja vinna en fá ekki vinnu. Vinnumálastofnun mæli aftur á móti atvinnuleysi út frá því hverjir eiga bótarétt og þeir séu mikið færri. „Og reyndar hafa æði margir verið að missa bótarétt, eru búnir að tæma þau fjögur ár sem þeim er heimilt að vera á bótum og þetta sjáum við á því að ennþá eru ríflega 3% landsmanna sem eru erlendis, mjög margir í Noregi. Ríflega 3% landsmanna hafa hætt á vinnumarkaði," segir Gylfi. Hann telji því að raunatvinnuleysi sé mjög hátt sé tekið mið af þeim sem vildu gjarnan vinna en hafa ekki fundið vinnu. Gylfi bendir á að á þessum tíma árs sé hábjargráðatími. „Ferðaþjónustan er komin á fullt skrið og auðvitað verða til fleiri störf í okkar hagkerfi á þessum tíma, en það eru allar líkur á því að þetta muni aukast aftur þegar fer að hausta og vetra. Þannig að verkefninu er ekkert lokið og þaðan af síður að menn geti sagt að kreppunni sé lokið. Alveg af og frá að svo sé, því miður," segir Gylfi. Þá bendir Gylfi jafnframt á að þótt útlitið sé bjart núna hafi skólafólki ekki alltaf gengið vel að fá vinnu í sumar. „Bæði var dregið saman í unglingavinnunni hjá borginni. Og þetta er bara partur af tekjumyndum hjá fjölskyldum. Það er það að unglingarnir hafi vinnu og þetta mælist ekki einu sinni sem atvinnuleysi vegna þess að þetta fólk flokkast sem skólafólk," segir Gylfi. Hann ítrekar þó að atvinnuleysistölurnar hafi sannarlega verið að lækka og það sé jákvætt skref. En það þurfi að halda áfram.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira