Innlent

Ský á Snæfellsnesi eins og fljúgandi furðuhlutur

Boði Logason skrifar
Skýin líkjast helst fljúgandi furðuhlut, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri.
Skýin líkjast helst fljúgandi furðuhlut, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri. mynd/rg
„Þetta eru vindskafin netjuský sem myndast oft yfir fjallgörðum og lýsast upp í kvöldsólinni," segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Skýin sem sjást á myndinni hér til hliðar blöstu við ferðalöngum á Snæfellsnesi um helgina en þau sáust á lofti rétt fyrir miðnætti á laugardag.

Þorsteinn segir að ský sem þessi myndist oft á sumrin hér á landi og þá helst yfir fjallgörðum í hvassri norðan átt í stöðugu lofti. „Vindurinn rúnar svo skýin svona og þá verða þau oft mjög falleg og líta út eins og fljúgandi furðuhlutur. Þessi ský eru líka kölluð linsuský þar sem þau líkjast linsum," segir Þorsteinn.

Sjón er sögu ríkari, eins og sést hér á myndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×