Erlent

Risakrókódíll kemst í heimsmetabókina

Risakrókódíllinn reyndist vera rúmlega sex metrar á lengd og meira en tonn á þyngd.
Risakrókódíllinn reyndist vera rúmlega sex metrar á lengd og meira en tonn á þyngd. MYND / AP
Heimsmetabók Guinnes hefur staðfest að krókódíll sem var veiddur í suðurhluta Filippeyja sé sannarlega stærsti krókódíll veraldar. Risavaxna skriðdýrið var veitt af hugrökkum veiðimönnum í smábænum Bunawan. Bærinn hefur notið góðs af þessu tröllaukna skrímsli enda sjaldnar meira að gera í ferðamannaiðnaðinum í bænum.

Dýrið reyndist sex metrar og sautján sentímetrar á lengd og vegur meira en tonn. Krókódíllinn reyndist því bæði þyngri og lengri en fyrri heimsmetahafi sem var frá Ástralíu, en sá var um fimm metrar á lengd og tæpt tonn á stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×