Erlent

Þrumuveður í Bandaríkjunum

Sautján manns hafa látið lífið í þrumuveðri í austurhluta Bandaríkjanna og um þrjár miljónir manna eru rafmagnslausar á heimilum sínum. Meirihluti dauðsfalla er vegna þess að tré hafa fallið á heimili og bíla.

Neyðarástandi hefur verið lýst í Maryland í Vestur- Virginíu, Ohio og Kólumbíu þar sem hitinn hefur hækkað í 40 gráður.

„Það mun líða einhver tími þangað til að fólk fær rafmagn aftur og vegna mikils hita er það okkar stærsta áhyggjuefni," segir

Bob Spieldenner talsmaður deildar neyðarstjórnar í Vestur- Virginíu.

Yfirvöld segja að það geta liðið dagar þangað til að rafmagn verður lagað í Washington DC og á öðrum stöðum og varað er við áframhaldandi þrumuveðri.

Sky news segir frá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×