Erlent

Kaffidrykkja dregur úr húðkrabbameini

Ný rannsókn í Bandaríkjunum bendir til að kaffidrykkja geti dregið verulega úr algengustu tegund af húðkrabba hjá fólki.

Það er koffínið í kaffinu sem hefur þessi áhrif en það veldur því að fólk losnar við húðfrumur sem eyðilagðar hafa verið af útfjólubláum geislum. Ef þessar frumur losna ekki af húðinni er hætta á að þær myndi krabbamein.

Rannsóknin náði til 113.000 manna og kvenna og niðurstöður hennar sýna að fólk sem drekkur þrjá bolla af kaffi á dag eða meira minnkar líkurnar á að fá húðkrabbamein um 20%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×