Erlent

Ókeypis neyðarpillur á Ólympíuleikunum

Konur í London geta beðið um neyðarpilluna símleiðis og fengið hana senda heim á meðan á Ólympíuleikunum stendur í sumar.

Átakið er gert vegna þess að talið er að mikil umferð verði í borginni vegna leikanna og gæti reynst konum erfitt að komast í heilsugæsluþjónustu nógu fljótt til að hindra þungun.

Átakið er hugsað til að koma í veg fyrir ótímabæra þungun kvenna.

Neyðarpillan er áhrifameiri því fyrr sem hún er tekin eftir óvarðar samfarir. Helst á að taka pilluna innan 12 klukkustunda en hún getur verið virk 72 klukkustundum eftir samfarir.

 

Huffington Post segir frá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×