Uppskerutími íslensks grænmetis – njótið! Bjarni Jónsson skrifar 5. júlí 2012 15:45 Þessa dagana er að bresta á með einum skemmtilegast tíma grænmetisframleiðslu á Íslandi. Uppskerutími útiræktaðs grænmetis er hafin! Fyrst á markað var kínakálið og á meðan þú lesandi góður ert að lesa þessa grein ættu nýjar íslenskar kartöflur að vera komnar í allar betri verslanir! Síðan tekur hver tegundin við af annari. Blómkál, hvítkál, spergilkál, gulrætur og rófur. Iceberg, rauðkál og sellerí. Ekki má gleyma jarðaberjum sem fóru að berast í verslanir um miðjan júní og síðan eru hindber væntanleg. Það getur ekki verið betra – ný grænmetisuppskera er einfaldlega best! Íslenskir grænmetisframleiðendur kappkosta að framleiða gæðavöru sem er smekkfull af vítamínum, hollustu og hreinleika. Ekki má heldur gleyma þeim tegundum sem ræktaðar eru í gróðurhúsum en tómatar og gúrkur eru þar helstar. Paprikan hefur verið að sækja í sig veðrið og ná aukinni hlutdeild. Því má ekki gleyma að það eru ekki mörg ár síðan neytendur gátu keypt íslenskt grænmeti allt árið. Er grænmetið íslenskt? Hvernig eiga þá neytendur að vita hvort grænmetið sé íslenskt? Grænmetisframleiðendur hafa undanfarin áratug markaðssett sínar vörur með skilaboðunum „Íslenskt grænmeti – þú veist hvaðan það kemur". Fánaröndin, eins og við köllum hana, er trygging á því að um íslenska hollustuvöru sé að ræða. Neytendur hafa enda brugðist einstaklega vel við og hefur íslenskt grænmeti sterka stöðu í vitund neytenda. Þeir treysta skilaboðum um ferskleika, hreinlæti og hollustu. Þó hefur brugðið við að undirritaður hefur fengið kvartanir neytenda um að þeir hafi verið að kaupa íslenskt grænmeti í góðri trú en uppgötvi síðan að um innflutta vöru sé að ræða. Villandi merkingar, erlent grænmeti sett í íslenska kassa, keimlíkar merkingar og á íslensku umbúðunum eða jafnvel engar merkingar er helsta ástæða kvartanna. Þess skal getið að sumar búðir eru duglegar við að merkja uppruna grænmetisins en aðrar enda er það skylt samkvæmt reglugerð. Hvað geta neytendur gert? Ég hvet neytendur, sem eru í vafa þegar þeir standa frammi fyrir grænmetishillum verslana, að óska eftir því að fá að tala við verslunarstjóra og krefjast merkinga á uppruna grænmetisins. Það verður ekki breyting á fyrr en þrýstingur vex því ef merkingar vanta þá er verið að brjóta lög. Neytendur eiga ekki að sætta sig við að geta ekki tekið upplýsta ákvörðun um val á grænmeti. Umfram allt þá er um að gera að njóta þess að nú er uppskerutími og neytendur eiga kosta á frábæru íslensku grænmeti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er að bresta á með einum skemmtilegast tíma grænmetisframleiðslu á Íslandi. Uppskerutími útiræktaðs grænmetis er hafin! Fyrst á markað var kínakálið og á meðan þú lesandi góður ert að lesa þessa grein ættu nýjar íslenskar kartöflur að vera komnar í allar betri verslanir! Síðan tekur hver tegundin við af annari. Blómkál, hvítkál, spergilkál, gulrætur og rófur. Iceberg, rauðkál og sellerí. Ekki má gleyma jarðaberjum sem fóru að berast í verslanir um miðjan júní og síðan eru hindber væntanleg. Það getur ekki verið betra – ný grænmetisuppskera er einfaldlega best! Íslenskir grænmetisframleiðendur kappkosta að framleiða gæðavöru sem er smekkfull af vítamínum, hollustu og hreinleika. Ekki má heldur gleyma þeim tegundum sem ræktaðar eru í gróðurhúsum en tómatar og gúrkur eru þar helstar. Paprikan hefur verið að sækja í sig veðrið og ná aukinni hlutdeild. Því má ekki gleyma að það eru ekki mörg ár síðan neytendur gátu keypt íslenskt grænmeti allt árið. Er grænmetið íslenskt? Hvernig eiga þá neytendur að vita hvort grænmetið sé íslenskt? Grænmetisframleiðendur hafa undanfarin áratug markaðssett sínar vörur með skilaboðunum „Íslenskt grænmeti – þú veist hvaðan það kemur". Fánaröndin, eins og við köllum hana, er trygging á því að um íslenska hollustuvöru sé að ræða. Neytendur hafa enda brugðist einstaklega vel við og hefur íslenskt grænmeti sterka stöðu í vitund neytenda. Þeir treysta skilaboðum um ferskleika, hreinlæti og hollustu. Þó hefur brugðið við að undirritaður hefur fengið kvartanir neytenda um að þeir hafi verið að kaupa íslenskt grænmeti í góðri trú en uppgötvi síðan að um innflutta vöru sé að ræða. Villandi merkingar, erlent grænmeti sett í íslenska kassa, keimlíkar merkingar og á íslensku umbúðunum eða jafnvel engar merkingar er helsta ástæða kvartanna. Þess skal getið að sumar búðir eru duglegar við að merkja uppruna grænmetisins en aðrar enda er það skylt samkvæmt reglugerð. Hvað geta neytendur gert? Ég hvet neytendur, sem eru í vafa þegar þeir standa frammi fyrir grænmetishillum verslana, að óska eftir því að fá að tala við verslunarstjóra og krefjast merkinga á uppruna grænmetisins. Það verður ekki breyting á fyrr en þrýstingur vex því ef merkingar vanta þá er verið að brjóta lög. Neytendur eiga ekki að sætta sig við að geta ekki tekið upplýsta ákvörðun um val á grænmeti. Umfram allt þá er um að gera að njóta þess að nú er uppskerutími og neytendur eiga kosta á frábæru íslensku grænmeti.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar