Erlent

Assange óttast að sjá ekki sólina næstu 40 árin

BBI skrifar
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, segist hafa sótt um pólitískt hæli í Ekvador „af ótta við að sjá ekki sólarljósið næstu 40 ár" af hann verður framseldur til Svíþjóðar.

Ástæða þess er að lögfræðingar Assange telja afar líklegt að hann verði framseldur áfram til Bandaríkjanna þegar hann kemur til Svíþjóðar. Í Bandaríkjum á hann yfir höfði sér ákærur fyrir njósnastarfsemi en við henni liggur löng fangelsisrefsing og jafnvel dauðarefsing.

Hæstiréttur Bretlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að framselja beri Assange til Svíþjóðar vegna meintra kynferðisbrota, en tvær konur kærðu hann fyrir nauðgun. Assange er núna staddur í sendiráði Ekvador í Bretlandi en þar getur breska lögreglan ekki handtekið hann. Ef hann fer út fyrir sendiráðið verður hann handtekinn með það sama.

Jafnvel þó Ekvador samþykki beiðni hans um pólitískt hæli er ekki víst hvort af því getur orðið. Vegabréf Assange hefur að sögn verið gert upptækt. Yfirvöld í Bretlandi hafa hins vegar lýst því yfir að þau muni vinna með stjórnvöldum í Ekvador að lausn málsins.



Umfjöllun The Guardian
um málið.


Tengdar fréttir

Assange vill hæli í Ekvador

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur sótt um pólitískt hæli í Ekvador og var í sendiráði landsins í London í gærkvöldi. Þetta sagði utanríkisráðherra Ekvadors, Ricardo Patino, við breska ríkisútvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×