Erlent

Milljarðamæringur kaupir eyju á Hawaii

Ellison er þriðji ríkasti maður Bandaríkjanna
Ellison er þriðji ríkasti maður Bandaríkjanna mynd/afp
Framkvæmdarstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oracle, Larry Ellison keypti 98 prósent hlut í sjöttu stærstu eyjunni í Hawaii klasanum, Lanai. Ellison sem var þriðji ríkasti maður Bandaríkjanna árið 2012 keypti eignina af milljónamæringnum David Murdock.

Frá þessu greindi ríkisstjóri Hawaii, Neil Abercrombie á miðvikudaginn sl. og sagði í kjölfarið að þeir hlökkuðu til að bjóða Ellison velkominn á eyjuna í nálægri framtíð og greindi frá því að áhugi hans fyrir eyjunni lægi í ástríðu hans fyrir náttúru og hafinu.

Lanai er þekkt fyrir stóra og mikla ananasakra, tvö stór Four Seasons hótel , gólfvelli og lúxus húsnæði. Microsoft milljarðamæringurinn Bill Gates bókaði hvert einasta hótelherbergi eyjunnar fyrir brúðkaup sitt árið 1994.



Eigning er verðmetin á bilinu 500-600 milljónir bandaríkjadala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×