Erlent

Faðir sem drap nauðgara dóttur sinnar ekki ákærður

Íbúar nærliggjandi bæja fagna ákvörðun dómstóla
Íbúar nærliggjandi bæja fagna ákvörðun dómstóla mynd/afp
Faðir sem drap mann með berum höndum eftir að hafa komið að honum nauðga 5 ára dóttur sinni verður ekki ákærður, samkvæmt niðurstöðu dómstóla í Bandaríkjunum.

Áður en að dómstóll komst að niðurstöðunni hlustaði hann á hljóðbrot úr örvæntingarfullu símtali föður stúlkunnar til neyðarlínunnar þegar að hann hafði áttað sig á því hvað hann hafði gert.

Hann kvaðst ekki vita hvað hann ætti að gera eftir að hafa barið nauðgarann og sagðist ætla að reyna að koma manninum á spítala þegar að honum mistókst að gefa sjúkraflutningamönnum skýra leiðsögn að sveitabæ sínum vegna uppnáms.

Í Texas ríki í Bandaríkjunum er banvænt afl "leyfilegt og réttlætanlegt" til þess að stoppa kynferðislegt ofbeldi sagði lögfræðingur, Heather McMinn.

Réttarmeinafræðingur úrskurðaði að stúlkan hafði hlotið líkamlega áverka sem voru í samræmi við allan vitnisburð þeirra sem komu að þeim.

23 ára gamall faðirinn hafði fengið ábendingu frá starfsmanni sveitabæjarins sem sá árásarmanninn Jesus Mora Flores, 47 ára, bera stúlkuna inn í hesthús.

Réttarmeinafræðingur sagði að nauðgarinn hafið hlotið nokkur högg á haus og háls.

Íbúar nærliggjandi bæja fagna því að faðirinn fái að ganga laus og segja að viðbrögð hans skiljanleg fyrir alla þá sem eiga börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×