Erlent

Kvaddi Sýrland á orrustuþotu

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
MiG-21 orrustuþotan.
MiG-21 orrustuþotan. mynd/AFP
Sýrlenskur flugmaður flúði land í dag og lenti orrustuþotu sinni í Jórdaníu. Yfirvöld þar í landi hafa veitt manninum hæli af mannúðarástæðum.

Maðurinn lenti flugvélinni, sem er af gerðinni MiG-21, í norðurhluta Jórdaníu fyrr í dag.

Yfirvöld í Sýrlandi hafa lýst því yfir að maðurinn sé svikari. Enn fremur hafa þau beðið um að fá orrustuþotuna til baka.

Talsmaður Þjóðarráðs Sýrlands, helstu samtaka stjórnarandstæðinga í landinu, hafa aftur á móti fagnað frumkvæði flugmannsins.

Ekkert lát er á óöldinni í Sýrlandi. Að minnsta kosti 170 létu lífið í átökum í landinu í dag. Þá hefur hjálparstarfsmönnum Rauða Krossins enn ekki gefist færi á að flytja fólk úr borginni Homs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×