Erlent

Meira finnst af ís á Mars

Fundist hefur meira af ís á Mars. Ísinn fannst í eldgígnum Shackleton við suðurpól plánetunnar en það var eitt af könnunarförum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem fann ísinn.

Geimvísindamenn NASA segja að með því að nota lasertækni hafi tekist að kanna gíginn nákvæmlega og þá hafi komið í ljós að ís er að finna á botni gígsins.

Gígurinn er 18 kílómetra breiður og 3 kílómetra djúpur. Hann er í varanlegu myrkri og þar mun ríkja mikill kuldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×