Erlent

Mikill bardagi við vinsælt hótel í Kabul

Hópur Talibana vopnaður hríðskotabyssum og eldflaugum réðist inn á vinsælt hótel í Kabúl höfuðborg Afghanistan þar sem brúðkaupsveisla var í gangi.

Til mikils bardaga kom milli Talibananna og öryggissveita. Að minnsta kosti fjórir hafa fallið. Um tíma héldu Talibanarnir hótelgestum í gíslingu en samkvæmt frétt á BBC hefur 18 af gíslunum verið sleppt úr haldi. Sumir af gestunum sluppu undan Talibönunum með því að stökkva út um glugga hótelsins.

Enn er barist við hótelið en öryggissveitirnar munu vera að ná yfirhöndinni í þeim bardaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×