Erlent

Myndir af frægum notaðar til að kenna börnum um líkamsímynd

Í bæklingnum má finna fyrir og eftir mynd af Keiru Knightly
Í bæklingnum má finna fyrir og eftir mynd af Keiru Knightly mynd/afp
Yfirvöld í Bretlandi hafa gefið út bækling þar sem má finna myndir af frægum fyrir og eftir að þau hafa verið fríkkuð með hjálp photoshop forritsins. Tilgangurinn er að gefa foreldrum ráð hvernig má fræða börn um líkamsímynd og upplýsa þau um brögð sem notuð eru í tímaritum og auglýsingum til þess að gera fyrirsætur og kvikmyndastjörnur gallalausar.

Bæklingurinn varar foreldra við að breyttar myndir af frægum gefa ungum stúlkum og drengjum brenglaða mynd af veruleikanum sem getur skaðað sjálfsmynd barna.

Í bæklingnum má finna fyrir og eftir myndir af stjörnum eins og Britney Spears og Keiru Knightly.

Rannsókn sem tímaritið Girl Guide Uk framkvæmdi sýnir að 75% stúlkna í Bretlandi á aldrinum 11-21 ára reyna að grenna sig til þess að vera meira aðlaðandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×