Erlent

Leiðtogar evrusvæðisins hittast til að ræða gjaldmiðlakreppu

Angela Markel var harkalega gagnrýnd á G20 ráðstefnu í Mexíkó á dögunum.
Angela Markel var harkalega gagnrýnd á G20 ráðstefnu í Mexíkó á dögunum. mynd/afp
Leiðtogar Þýskalands, Spánar, Frakklands og Ítalíu hittast í Róm í dag á ráðstefnu til þess að takast á við gjaldmiðlakreppu

Kanslari þýskalands Angela Merkel var gagnrýnd harkalega á G20 ráðstefnunni í Mexíkó fyrir að veita litla hjálp til landa á evrusvæðinu í fjárhagskreppu.

Sameiginleg skoðun Francois Hollande frá Frakklandi, Mario Monti frá Ítalíu og Mariano Rajoy frá Spáni er að nota eigi tvo evrópska björgunarsjóði til þess að takmarka lánarskuldir á evrusvæðinu.

Þýskaland, Finnland, Holland og Austurríki eru öll á sama máli að ef það ætti að minnka lánakostnað á evrusvæðinu yrði það ekki nægileg refsing fyrir land eins og Grikkland fyrir að leyfa fjármálunum þar í land að fara úr böndunum.

Sjóður sem stofnaður var tímabundið til að aðstoða ríki í Evrópu í vanda verður bráðlega sameinaður öðrum sjóði.

Frakkland vill að ein stofnun hafi eftirlit með öllum bönkum á evrusvæðinu, ef til vill Seðlabanka Evrópu, og vill aukna vernd fyrir fólk sem leggur peninga inn í bankana. Hugmyndin er til þess að sporna við ótta fólk og reyna að hindra að það dragi alla peninga sína út úr bönkunum á kreppusvæðunum eins og hefur gerst á Spáni og í Grikklandi með því að fá efnaðari löndin til þess að tryggja innistæður fólks.

Þýskaland vill einungis taka þátt í slíkum ráðahag ef fjármál og skattar verði gerðir þeir sömu á evrusvæðinu.

Frakkland vill hins vegar ekki sjá meiri völd fara til Evrópusambandsins en er nú þegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×