Erlent

Samkynhneigðir verða enn fyrir fordómum á vinnustöðum

Samkynhneigðir verða enn fyrir áreiti og mæta fordómum
Samkynhneigðir verða enn fyrir áreiti og mæta fordómum mynd/getty
Í stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á lífi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks er að finna upplýsingar um fordóma á vinnustað og í daglegu lífi fólks í 21 landi. Rannsóknin er gerð á vegum LGBT sem er stærsta ráðgjafafyrirtæki fyrir samkynhneigða í heiminum.

Rannsóknin veitir mikilvægar upplýsingar um daglegt líf samkynhneigðra og gefur bestu mynd sem við höfum í dag hvernig fórdómar hafa áhrif á fleiri miljónir manns.

Nánast einn af hverjum sex sem tóku þátt í rannsókninni sögðust hafa lent í áreiti á vinnustað í Bretlandi og Bandaríkjunum á sl 12 mánuðum sökum kynhneigðar sinnar.

Sláandi niðurstöður benda til að áreiti og mismunum samkynhneigðra sé enn viðvarandi.

Niðrustöður rannsóknarinnar samræmast ekki þeirri jákvæðu mynd sem mörg fyrirtæki og frjáls félagssamtök hafa sýnt í Bandaríkjunum og Bretlandi á síðustu árum. Samkvæmt henni hefur orðið framför hjá mörgum fyrirtækum en hjá fjölda samkynhneigðra á vinnumarkaðnum er raunin önnur.

Pink paper segir frá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×