Erlent

Ólympíufulltrúa Sýrlands meinaður aðgangur inn í Bretland

Talsmaður Ólympíusambandsins segir þau reyna að aðskilja íþróttir og pólitík
Talsmaður Ólympíusambandsins segir þau reyna að aðskilja íþróttir og pólitík mynd/afp
Ólympíufulltrúa Sýrlands, Mowaffak Joumaa hershöfðingi, hefur verið meinaður aðgangur inn í Bretland sem gerir honum ókleift að mæta á leikana.

Talið er að samstarf hans við forseta Sýrlands Bashar al-Assad sé ástæðan fyrir banninu. Miklar óeirðir ríkja í landinu og talið er að yfir 10 þúsund manns hafi látið lífið síðan uppreisnin hóst í mars 2011.

Ákvörðunin var tekin á dögunum af innan- og utanríkisþjónustunni og menningarfulltrúa Bretlands.

Talið er að alþjóðlega Ólympíusambandið muni staðfesta niðustöðuna en þau hafa lokaákvörðun í málinu. Ekki er búist við að það setji sig á móti breskum yfirvöldum.

Þó svo að ákvörðunin komi ekki á óvart er hún líkleg til að verða umdeild. Talsmaður Ólympíusambandsins segir þau reyna að aðskilja íþróttir og pólitík.

BBC segir frá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×