Erlent

Kona fær leyfi til að synda ber að ofan

Sjúkraþjálfun konunnar felst mikið í því að fara í sund
Sjúkraþjálfun konunnar felst mikið í því að fara í sund mynd/getty
Kona í Seattle í Bandaríkjunum hefur fengið leyfi frá borginni til að synda ber að ofan í almenningslaug. Konan sem fékk krabbamein fór í tvöfalt brjóstanám síðasta ár. Hún sagði að sundbolurinn hefði meitt hana þegar hann nuddaðist við örin. Sjúkraþjálfun konunnar felst mikið í því að fara í sund sem gerði henni erfitt fyrir.

Starfsmenn sundlaugarinnar beittu sér upprunalega gegn því að hún færi ber ofan í á þeim forsendum að sundlaugin væri fjölskyldustaður og allir þyrftu að klæða sig á viðeigandi hátt.

Tómstundarfulltrúar borgarinnar hafa beðið um fund með konunni og hyggjast sníða nýja sundlaugastefnu með öðrum krabbameinsjúklingum og sérfræðingum. Hún vill að aðrir krabbameinsjúklingar njóti sömu réttinda og hún og að það sé ekki einungis gerð undanþága fyrir hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×