Erlent

Móðir fundin sek um að myrða tvö börn sín

Konan fékk 34 ára fangelsisdóm.
Konan fékk 34 ára fangelsisdóm. mynd/afp
Hin breska Lianne Smith var fundin sek um að myrða tvö börn sín. Hún kæfði 11 mánaða gamlan son sinn og 5 ára gamla dóttur sína með plastpoka á hótelherbergi á Spáni í maí 2010.

Morðin áttu sér stað stuttu eftir að maki hennar, Martin Smith, var framseldur til Bretlands eftir að hafa verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Þau höfðu flúið til Spánar árið 2007 þegar elsta dóttir Lianne hafði sakað Martin um kynferðislegt ofbeldi.

Kviðdómur taldi Lianne sakhæfa en hún hélt því fram í réttarhöldunum að hún hafði orðið fyrir geðrænni truflun. Hún var hins vegar talin hafa framið glæpinn með fullri meðvitund og vitneskju að hún væri að gera rangt.

Konan fékk 34 ára fangelsisdóm.

Martin Smith var fundinn sekur um kynferðisofbeldi í Bretlandi í janúar 2010 og var dæmdur í fangelsi þar. Hann hengdi sig í klefa sínum í janúar 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×