Erlent

Ís-te úr sjálfsala fyrir að Twitta

BBI skrifar
Viðskiptavinir geta fengið ís-te úr sjálfsala með því einu að skrifa færslu á Twitter.

Sjálfsalinn, sem kallast Bev, er staddur í Cape Town í Suður Afríku og tekur ekki við peningum. Hins vegar geta viðskiptavinir fengið ókeypis drykki með því einu að skrifa örfærslu á Twitter með sérstöku „hashtagi", þ.e. með merkinu # sem er notað á Twitter til að flokka færslur.

Þegar „hashtagið" birtist á Twitter finnur vélin það, rannsakar það og ef það er rétt gefur hún út einn drykk. Vélin er hluti af markaðsátaki hjá fyrirtækinu BOS Ice Tea. Þó að enn sé aðeins ein svona vél í umferð munu fleiri fylgja í kjölfarið bráðlega.

Menn geta bæði orðið vinir sjálfsalans Bev á facebook og fylgt honum eftir á twitter.



Umfjöllun BBC
um málið.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá auglýsingu fyrir sjálfsalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×