Erlent

Bretadrottning hittir fyrrverandi hryðjuverkaleiðtoga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Á þessari mynd sést Martin McGuinnes fyrrverandi leiðtogi hryðjuverkasamtakanna IRA.
Á þessari mynd sést Martin McGuinnes fyrrverandi leiðtogi hryðjuverkasamtakanna IRA.
Martin McGuinnes, fyrrverandi leiðtogi hryðjuverkasamtakanna IRA, mun hitta Elísabetu Bretlandsdrottningu í tveggja daga heimsókn hennar til Norður Írlands í næstu viku. Breska blaðið Daily Telegraph segir að McGuinnes áformi að taka í hönd Elísabetar. Það verður gríðarlega stór áfangi í friðarferli á Norður-Írlandi, þar sem bardagar voru háðir á hverjum degi fyrir fáeinum árum. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort McGuinnes og Elísabet munu takast í hendur í augsýn almennings eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×